Persónulegt ljósker eða lugt með ljósmyndum – Lithophane
Fallegt og persónulegt ljósker sem lýsir upp minningar þínar með einstökum hætti. Á hverri hlið er þín eigin ljósmynd, alls fjórar myndir, sem þú sendir inn – umbreytt í lithophane (ljósmynd í þrívídd) sem lifnar við þegar lýst er upp innan frá.
Ljóskerið og myndirnar eru prentaðar úr PETG efni og þolir því að standa úti en athuga skal að það er ekki vathsþétt og því gæti ljósið truflast í mikilli bleytu.
Myndir sem sendar eru inn þurfa ekki passa nákvæmlega og eru stækkaðar/minnkaðar/klipptar til eftir þörfum til að þær passi.
Innifalið í kaupunum er rafhlöðuknúið ljós (rafhlöður fylgja) sem situr á botni kersisins og aðgengilegt neðan frá til að kveikja/slökkva eða skipta út rafhlöðum. Ljósið er stillanlegt í 4 mismunandi liti og fimmta stillingin breytir reglulega milli allra litanna.
Botninn á ljóskerinu er 13cm hver hlið. Miðsvæðið er tæpir 10cm. Hæð upp á efsta punkt er 25cm.
