Húsnúmer, með öðrum orðum tölur til að merkja hús.
Tölurnar eru 10mm þykkar. Hver tala er fest með þremur skrúfum og á bakhlið tölunnar eru tveir til þrír 10mm þykkir sívalningar eða fætur með 4 mm gati til að festa töluna/tölurnar á bakflöt en þessum fótum er líka hægt að sleppa. Öll götin eru með fláa til að fela betur skrúfurnar. Ef þarf stærra en 4mm gat, er óhætt að bora bara í gegn til að stækka þau. Á bakhlið talnanna er einnig lítil ör sem gefur til kynna hvað er upp og hvað er niður, sem er sérstaklega hentugt fyrir tölur eins og 0, 8, 6 og 9 t.d.
Bókstafir eru lágstafir og eru í c.a. 73% stærð miðað við tölurnar. Broddstafir koma í tveimur hlutum og broddur þá með sér festingu.
Efnið í tölunum er PETG sem þolir vel að vera úti í hita og kulda.
Með hverri tölu fylgir einnota skapalón sem auðveldar uppsetningu, þar sem skapalónið er með brúnum sem auðvelt er að bera leggja hallamál á, bæði lóðrétt og lárétt, og á því eru lítil göt til að merkja fyrir festingum viðkomandi tölu. Ef húsnúmer er fleiri en ein tala, þá eru skapalónin hönnuð þannig að þau eru bara lögð hlið við hlið, í sömu hæð (miðað við neðri brún skapalóns), og þá er hægt að merkja fyrir götum á þeim öllum. Bókstafir koma með skapalónum sem eru lægri, þar sem bókstafir eru minni, og skal þá miða við neðri brún skapalóna til að stilla rétt upp.
Stærð á tölunum er á forminu hhh x þ1 + þ2, þar sem hhh er hæð talnanna, þ1 er þykktin og þ2 er þykkt sívalninganna, þ.e. hvað talan 'loftar' frá undirlaginu.
Ef áhugi er fyrir annari stærð en boðið er upp á eða öðrum litum, endilega senda fyrirspurn og ég sé til hvað hægt er að gera.
