Líkan af Jörðinni varpað á kúlu með Lithophane tækni sem gerir lönd og heimsálfur sýnilegar þegar ljósgjafi er settur á bakvið.
Kúlan er 15 cm í þvermál.
Með fylgir standur og ljós. Ljósið er rafhlöðuknúið með tveimur AA rafhlöðum (fylgja með) sem endast í nokkra daga ef stöðugt er kveikt á þvi´.Ljósið er sett á sérútbúið sæti á standinum og svo er kúlan sett ofan á standinn.
Ljósið sem fylgir getur gefið nokkra liti sem skipt er á milli með því að þrýsta ofan á ljósið. Ein stillingin er þannig að ljósið skiptir reglulega litum sjálfkrafa. Til að kveikja eða slökkva þá er kúlan tekin af standinum, þrýst á ljósið einu sinni eða oftar til að fá réttan lit og kúlan svo aftur sett ofan á.
Lýsingin er mild og getur vel nýst sem næturljós í herbergi eða gangi.
