Laufabrauðshjól til að skera út laufabrauð. Á skafti er ör sem tilgreinir hvort eigi að ýta frá sér við skurðinn, eða toga til sín, eftir því hvernig hjólið snýr.
Hjólið er útskiptanlegt og hægt að fá stök hjól til skiptanna þegar bit fer að minnka í því.
Tvær stærðir eru í boði, 25mm breitt með 12 tönnum (hefðbundin stærð) og 30mm breitt með 17 tönnum.
Efnisvalið er PLA 115, sem er matvælavænt PLA efni sem þolir upp í 115 gráður og því óhætt að þvo upp úr heitu vatni en þolir ekki að liggja lengi í heitu vatni og ekki mælt með að setja í uppþvottavél.
Athugið að laufabrauðshjól úr plasti eru engan vegin jöfn að gæðum hjólum úr málmi sem eru handsmíðuð, enda eru handsmíðuðu málmhjólin um 30 sinnum dýrari. Bitið í plasthjólunum verður heldur aldrei eins gott og ekta laufabrauðshjól, en vel hægt að nota þau við skurð á laufabrauði.
